Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Aftureldingar hafa komist að samkomulagi um kaup Blika á varnarmanninum unga og efnilega Róberti Orra Þorkelssyni frá Aftureldingu.

Róbert Orri er 17 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 40 leiki með meistaraflokki. Í sumar spilaði Róbert nítján leiki með Aftureldingu 1. deildinni og skoraði í þeim þrjú mörk.

Hann á að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands en fleiri félög höfðu áhuga á að krækja í Róbert Orra sem valdi að semja við Breiðablik.

Róbert er fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs vði Breiðablik eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í haust.