Fótbolti

Ungstirnið tryggði West Ham sigur gegn Arsenal

West Ham United mjakaði sér upp tölfuna í ensku úrvalsdeildinnni í knattspyrnu karla með 1-0 sigri sínum á móti Arsenal í 22. umferð deildarinnar í hádeginu dag.

Declan Rice fagnar hér sigurmarki sínu fyrir West Ham United í leik liðsins gegn Arsenal í dag. Fréttablaðið/Getty

Hinn ungi írski varnarmaður Declan Rice tryggði West Ham United 1-0 sigur þegar liðið fékk Arsenal í heimsókn á London-leikvanginum í fyrsta leik 22. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. 

Rice skoraði þá með föstu og hnitmiðuðu skoti úr vítateignum eftir sendingu frá fyrrverandi leikmanni Arsenal Frakkanum Samir Nasri sem kom í herbúðir West Ham United í janúarglugganum. 

West Ham United komst upp að hlið Leicester City í sjöunda til áttunda sæti deildarinnar með þessum sigri, en liðin hafa hvort um sig 31 stig. 

Arsenal missti hins vegar af mikilvægum stigum í baráttu sinni við Chelsea um fjórða og síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 

Arsenal situr í fimmta sæti deildarinnar með 41 stig, en Chelsea er í fjórða sætinu með 44 stig og leik til góða. Chelsea leikur við Newcastle United klukkan 17.30 í dag. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing