Hinn ungi og efnilegi knattspyrnumaður Billy Gilmour sem brotið hefur sér leið inn í aðallið Chel­sea á yfirstandandi keppnistáimabili verður fjarri góðu gamni næstu fjóra mánuðina. Gilmour gekkst undir aðgerð á hné í dag en Frank Lamp­ard, knattspyrnustjóri Chelsea, greindi frá þessu á blaðamanna­fundi í hádeginu í dag.

Gilmour fór útaf meiddur í leik Chel­sea gegn Crystal Palace fyrr í þessari vik­u en hann fékk högg á hnéð í leiknum. Skoski miðvallarleikmaðurinn hefur spilað 11 leiki fyrir Chelsea á leiktíðinni. 

Lampard sagði einnig frá því á fundinum að N'­Golo Kanté verði frá næstu vik­urna vegna meiðsla sinna.

Chelsea sem situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 60 stig mætir Sheffield United í 35. umferð deildarinnar á Bramall Lane síðdegis á morgun.