Enski boltinn

Þungskýjað á Old Trafford

José Mourinho er langt frá því að vera ánægður með gang mála á Old Trafford.

Margir spá því að José Mourinho, hinn portúgalski stjóri Manchester United, verði horfinn á braut áður en tímabilið er á enda. Fréttablaðið/Getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki verið upplitsdjarfur í sumar. Harmakveinin byrjuðu strax á fyrsta blaðamannafundi undirbúningstímabilsins og hafa ekki stöðvast síðan þá.

Portúgalski stjórinn er ósáttur við hversu illa United gekk á félagaskiptamarkaðnum í sumar og að hafa ekki fengið leikmennina sem hann vildi fá. 

United endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, 19 stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City. Það er erfitt að sjá United minnka bilið á City í vetur og vera í alvöru titilbaráttu í fyrsta sinn síðan Sir Alex Ferguson hætti 2013.

Þótt United standi ljósbláum grönnum sínum enn langt að baki er liðið langt frá því að vera slakt. Einn besti markvörður heims, David De Gea, stendur á milli stanganna, Alexis Sánchez er búinn að vera mjög frískur á undirbúningstímabilinu og Romelu Lukaku og Paul Pogba mæta fullir sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Stærsta verkefni Mourinhos verður að fá enn meira út úr sínum lykilmönnum. Pogba hefur átt frábæra spretti í búningi United, kom m.a. með beinum hætti að 16 mörkum á síðasta tímabili, en býr yfir hæfileikum til að gera enn betur. Lukaku skoraði 27 mörk á sínu fyrsta tímabili hjá United en myndi eflaust þiggja meiri og betri þjónustu í vetur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Liverpool með fullt hús stiga

Enski boltinn

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Enski boltinn

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing

Nýjast

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Auglýsing