Unglingalandsmót UMFÍ hefst á morgun og mun standa yfir út verslunarmannahelgina. Mótið hefur verið haldið síðan 1992.

Mótið í ár er haldið á Selfossi og er hægt að keppa í hinum ýmsu greinum.

Unglingalandsmótið er fyrir börn og unglinga á alrinum 11-18 ára.

Ásamt því að keppt verður í fjölda íþróttagreina er einnig boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Skráningarfrestur í flestar greinar var framlengdur og er því enn hægt að skrá sig sem stendur. Það þarf þó að hafa hraðar hendur þar sem fresturinn rennur út nú klukkan 12 á hádegi.

Nánar á heimasíðu mótsins hér.