Þorsteinn Hreiðar Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fimm breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins frá 3-2 sigrinum gegn Írlandi á föstudaginn var þegar liðin mætast á nýjan leik á Laugardalsvellinum klukkan í dag.

Hinar 17 ára gömlu Cecilia Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir koma inn í liðið. Þá er Sveindís Jane Jónsdóttir í byrjunarliðinu að þessu sinni sem og Hallbera Guðný Gísladóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Mark: Cecilia Rán Rúnarsdóttir.

Vörn: Hallbera Guðný Gísladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir.

Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (f), Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir.

Sókn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.