Lovísa Thomp­son, lands­liðs­kona í hand­bolta og leik­maður Vals, hefur á­kveðið að taka sér hlé frá í­þróttinni um ó­komna tíð. Hún til­kynnir um þetta á Insta­gram síðu sinni.

Lovísa á af­mæli í dag og fagnar 22 árum. „Ætla að­eins að sleppa takinu af Lovísu Thomp­son og vera bara Lovísa í smá!“ skrifar hún í færslunni um kafla­skilin.

Undan­farnir dagar hafa verið Lovísu erfiðir og hún segir að henni hafi ekki liðið vel. „Mér hefur þótt erfitt að gera það sem ég elska mest (hand­bolti) en líkaminn og hausinn hafa ekki verið að vinna saman. Ég ætla því að taka mér pásu frá hand­bolta eða þangað til að ég finn löngunina aftur,“ skrifar hún.

Á­kvörðunin er henni erfið en hún hefur lagt líf og sál í í­þróttina í langan tíma. „Ég er búin að missa gleðina og var farin að valda sjálfri mér og liðs­fé­lögum mínum von­brigðum. Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ skrifar hún.

Lovísa segir að líf hennar hafi að mestu snúist um hand­boltann og flestar á­kvarðanir hafi verið teknar með í­þróttina í huga. „Núna ætla ég að setja sjálfa mig í fyrsta sæti, læra að slaka á og finna gleðina á ný!“ skrifar hún.

Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan.