Krabbameinið greindist í síðustu viku en Brooks sem er 24 ára gamall var staddur í verkefni með landsliði sínu þegar æxlið kom í ljós. Hann hefur meðferð strax í næstu viku.

„Þetta eru mjög erfið skilaboð fyrir mig að skrifa," Brooks í yfirlýsingu til fjölmiðla.

„Ég hef greinst með Hodgkins-eitilfrumuæxli og mun hefja meðferð í næstu viku. Horfurnar eru jákvæðar. Þrátt fyrir það er þetta sé áfall fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég vonast til að ná fullum bata og spila eins fljótt og hægt er. Mig langar að þakka til læknum, hjúkrunarfræðingum, ráðgjöfum og starfsfólki sem hefur meðhöndlað mig.“

Hann þakkar svo læknateymi hjá landsliðinu. „Ég vil þakka öllum hjá knattspyrnusambandinu. Góð athygli lækna varð til þess að þetta kom í ljós. Ég kann að meta alla athygli fjölmiðla en ég óska þess að friðhelgi einkalífsins verði virt í þessu máli.“

Brooks ætlar sjálfur að láta vit um ganga mála í meðferð sinni og segir: „Ég er spenntur fyrir því að hitta ykkur öll aftur og spila íþróttina sem ég elska,"segir Brooks.