Íslenski boltinn

Félag stofnað um framkvæmdir við Laugardalsvöll

Ríkisstjórn, borgarráð og stjórn KSÍ hafa sett á fót undirbúningsfélag vegna fyrirhugaðra framkvæmda við þjóðarleikvang Íslands í Laugardal. Starfshópur sem myndaður var í janúar á þessu ári hefur skilað af sér niðurstöðum af vinnu sinni.

Svona lítur vallarstæðið á Laugardalsvelli út. Fréttablaðið/Getty

Ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg í samstarfi við KSÍ skipuðu, þann 11. janúar síðastliðinn, starfshóp sem ætlað var að leiða vinnu um uppbyggingu Laugardalsvallar.

Starfshópurinn hefur nú hefur skilað af sér niðurstöðum af vinnu sinni, en þar eru reifaðar hugmyndir um þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu, lagt mat á hver eigi að vera næstu skref í vinnunni og gerðar tillögur um mögulega uppbyggingu leikvangsins. 

Ríkisstjórn, borgarráð og stjórn KSÍ hafa í kjölfar þessarar hugmyndavinnu og tillagna starfsópsins samþykkt að stofna undirbúningsfélag um mögulegar framkvæmdir við leikvanginn.

Fyrrgreind stjórnvöld stefna að því að undirbúningi fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar verði lokið fyrir lok árs 2018.

Helstu niðurstöður starfshópsins eru eftirfarandi:

1. Margt mælir með því að núverandi þjóðarleikvangur í Laugardal verði endurnýjaður.

2. Ríkið, Reykjavíkurborg og KSÍ stofni undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd og taki upp viðræður um eignarhald á þjóðarleikvangnum.

3. Undirbúningsfélagið bjóði út samning um endanlega þarfagreiningu, skipulagningu verkefnisins, kostnaðaráætlun og gerð útboðsgagna.

4. Þjóðarleikvangur getur hvort heldur sem er verið opinn knattspyrnuvöllur eða fjölnotaleikvangur með opnanlegu þaki.

5. Kostnaður og áhætta við fjölnotaleikvang er vel umfram kostnað og áhættu við opinn knattspyrnuvöll.

6. Ákvörðun um byggingu og eignarhald þjóðarleikvangs verði tekin með hliðsjón af niðurstöðu vinnu undirbúningsfélags og stöðu opinberra fjármála.

7. Verði tekin ákvörðun um byggingu þjóðarleikvangs getur útboðsferli framkvæmda tekið frá nokkrum mánuðum og upp undir eitt ár og framkvæmdatími verið að minnsta kosti tvö ár.

8. Huga verður að mögulegu fordæmi ákvörðunar um byggingu þjóðarleikvangs fyrir aðrar íþróttagreinar með hliðsjón af væntanlegri reglugerð um þjóðarleikvanga.

9. Hvetja ætti til opinnar umræðu um byggingu þjóðarleikvangs á grundvelli þeirra ítarlegu gagna sem tekin hafa verið saman á undanförnum misserum.

10. Áætlað er að undirbúningi fyrir ákvörðun verði lokið í lok árs 2018.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Magni sendi ÍR niður um deild

Íslenski boltinn

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Handbolti

Fram fer vel af stað

Auglýsing

Nýjast

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Afturelding og Grótta fara upp

Birgir og Ólafía náðu bæði niðurskurði

Landið að rísa aftur á Skaganum

Auglýsing