Sport

Umtiti kom Frökkum í úrslitaleikinn

Frakkland mun leika til úrslita á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla gegn annað hvort Englandi eða Króatíu. Þetta varð ljóst eftir 1-0 sigur franska liðsins gegn Belgíu í undanúrslítum í Pétursborg í kvöld.

Samuel Umtiti fagnar sigurmarki sínu fyrir Frakka. Fréttablaðið/Getty

Frakkland fór með 1-0 sigur af hólmi þegar liðið mætti Belgíu í fyrri undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í Pétursborg í kvöld. 

Frakkar mæta annað hvort Englandi eða Króatíu í úrslitaleiknum, en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í Moskvu annað kvöld. Leikið verður svo til úrslita á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu á sunnudaginn kemur.   

Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik var það Samuel Umtiti sem braut ísinn þegar hann skoraði sigurmark Frakklands í upphafi síðari hálfleiks. Umtiti skallaði þá hornspyrnu Antoine Griezmann framhjá Thibout Courtois, markverði belgíska liðsins, og í markið.  

Didier Deschamps sem var fyrirliði franska liðsins þegar liðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skipti í sögunni í París árið 1998 getur þar af leiðandi komist í hóp með Þjóðverjanum Franz Beckenbauer og  Brasilíumanninum Mario Zagallo. 

Tveir síðastnefndu aðilarnir hafa báðir orðið heimsmeistarar bæði sem leikmenn og síðar þjálfarar þjóða sinna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sport

Arsenal setti fjögur gegn Vorskla Poltava

Fótbolti

Willian skoraði eina mark Chelsea í Grikklandi

Enski boltinn

Uxinn farinn að æfa með bolta á ný

Auglýsing

Nýjast

Ólafía á einu höggi yfir pari á Spáni

Al­þjóða lyfja­eftir­litið af­léttir banni Rússa

Orku­drykkja­ein­vígið í Leipzig

Völsungi úrskurðaður sigur gegn Huginn

Umboðsmaður Yaya Toure skaut á Pep eftir tapið

Sex Íslendingalið í riðlakeppninni

Auglýsing