HM 2018 í Rússlandi

Umtiti kom Frökkum í úrslitaleikinn

Frakkland mun leika til úrslita á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla gegn annað hvort Englandi eða Króatíu. Þetta varð ljóst eftir 1-0 sigur franska liðsins gegn Belgíu í undanúrslítum í Pétursborg í kvöld.

Samuel Umtiti fagnar sigurmarki sínu fyrir Frakka. Fréttablaðið/Getty

Frakkland fór með 1-0 sigur af hólmi þegar liðið mætti Belgíu í fyrri undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í Pétursborg í kvöld. 

Frakkar mæta annað hvort Englandi eða Króatíu í úrslitaleiknum, en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í Moskvu annað kvöld. Leikið verður svo til úrslita á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu á sunnudaginn kemur.   

Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik var það Samuel Umtiti sem braut ísinn þegar hann skoraði sigurmark Frakklands í upphafi síðari hálfleiks. Umtiti skallaði þá hornspyrnu Antoine Griezmann framhjá Thibout Courtois, markverði belgíska liðsins, og í markið.  

Didier Deschamps sem var fyrirliði franska liðsins þegar liðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skipti í sögunni í París árið 1998 getur þar af leiðandi komist í hóp með Þjóðverjanum Franz Beckenbauer og  Brasilíumanninum Mario Zagallo. 

Tveir síðastnefndu aðilarnir hafa báðir orðið heimsmeistarar bæði sem leikmenn og síðar þjálfarar þjóða sinna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Þjálfarar beggja nýliðanna á HM hættir

HM 2018 í Rússlandi

Spurs átti flesta markaskorara á HM

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

Auglýsing

Nýjast

Enski boltinn

Son og Lamela framlengja við Tottenham

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Golf

Bein lýsing: Haraldur á fimm yfir á öðrum hring

Fótbolti

AC Milan hleypt aftur í Evrópudeildina

Golf

Haraldur hefur leik um þrjúleytið

Körfubolti

KR-ingar búnir að semja við Bandaríkjamann

Auglýsing