Forráðamenn spænska fótboltafélagsins Barcelona hafa náð samkomulagi við franska varnarmanninn Samu­el Umtiti um að hann semji við félagið upp á nýtt og lækki töluvert í launum.

Þessi samingsbreyting Umtiti gerir það að verkum að Barcelona getur nú skráð nýjasta leikmann sinn, Ferr­an Tor­res, sem félagið keypti frá Manchester City í upphafi þessa árs, í leikmannahóp sinn.

Umtiti hefur, líkt og fleiri leikmenn Barcelona, verið orðaður við brottför frá félaginu í janúarglugganum, en hann er nú samningsbundinn Katalóníufélaginu til ársins 2026.

Torres getur þar af leiðandi leikið sinn fyrsta leik fyrir Barcelona þegar liðið mætir erkifjanda sínum, Real Madrid, meistarakeppni Spánar á miðvikudaginn kemur.