Lando Norris segir ekkert hæft í orðrómum þess efnis að hann hati Daniel Ricciardo, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Formúlu 1 liði McLaren, þessi umræða pirri hann.
Frá því að Ricciardo gekk til liðs við McLaren fyrir nokkrum árum síðan frá Renault fóru fljótlega að koma upp á yfirborðið sögusagnir um slæmt samband milli hans og Norris.
Þá vöktu ummæli Norris, í ágúst fyrr á þessu ári, þar sem hann sagðist ekki finna til samúðar með Ricciardo sem var á endanum látinn fara frá McLaren eftir erfiða tíma, mikla athygli.
,,Það pirrar mig að sjá umræðum í þá átt að við hötum hvorn annan, sé ekki vel við hvorn annan eða getum ekki haft gaman saman," sagði Norris í samtali við The Race.
,,Það fer illa í mig að fólk haldi það vegna þess að það hefur ekkert komið upp á milli okkar sem er í þá átt."
Ricciardo er nú orðinn varaökumaður Red Bull Racing á meðan Norris fær nýjan liðsfélaga fyrir næsta tímabil, Frakkann Oscar Piastri.