Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ mun taka fyrir ummæli sem Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, lét falla eftir leik liðsins gegn Fylki í Íslandsmótinu á dögunum.

Fylkismenn sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom meðal annars að félagið myndi ekki kæra ummælin.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri knattspyrnusambands Íslands, sem hefur heimild samkvæmt reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarnefnd sambandsins til þess vísa atvikum sem geta skaðað ímynd knattspyrnunnar til nefndarinnar.

Þetta staðfesti hún í samtali við RÚV.