Hann á snekkju sem kostar 71 milljarð en hann á einnig dýrasta hús í heimi sem staðsett er í Frakklandi. Enska götublaðið The Sun fjallar um málið á vef sínum í dag.

Bin Salman á dýrasta húsi í heimi en hann festi kaup á því árið 2015. Fyrir húsið borgaði Salman 41 milljarð íslenskra króna.

Salman er umdeildur maður og ekki eru allir sáttir við kaup hans á enska félaginu. Bin Salman er sagður bera ábyrgð á morðinu á blaðamanninum Jamals Khashoggi árið 2018. Var Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl árið 2018.

The Chateau Louis XIV er glæsileg eign þar sem öll þægindi sem hugsast geta er að finna.

Tvær sundlaugar og skemmtistaður er á meðal þess sem má finna í húsinu. Húsið stendur á stórri eignarlóð í borg ástarinnar.