Fótbolti

Umbylting hjá Chelsea

Bikarmeistarar Chelsea eru enn og aftur með nýjan knattspyrnustjóra.

Maurizio Sarri er að þjálfa utan Ítalíu í fyrsta sinn. Fréttablaðið/Getty

Fyrirsjáanlegustu stjóraskipti sumarsins urðu hjá Chelsea. Eftir tvö tímabil við stjórnvölinn, og tvo stóra titla, var Ítalinn Antonio Conte rekinn. Við starfinu tók landi hans, Maurizio Sarri, sem var nálægt því að gera Napoli að ítölskum meisturum á síðasta tímabili.

Sarri aðhyllist allt annan leikstíl en Conte og hefur breytt miklu hjá Chelsea. Sarri leggur áherslu á að lið sín haldi boltanum og pressi andstæðinginn framarlega á vellinum.

Sarri tók ítalska leikstjórnandann Jorginho með sér frá Napoli og fékk svo króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic frá Real Madrid. Þá urðu markvarðaskipti hjá Chelsea. Thibaut Courtois fékk draum sinn um að fara til Real Madrid uppfylltan en í staðinn keypti Chelsea Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao og gerði Spánverjann að dýrasta markverði allra tíma.

Það verður að koma í ljós hversu lengi Sarri verður að innleiða sína hugmyndafræði hjá Chelsea. Hann verður þó að hafa hraðar hendur því þolinmæði stjórnarmanna Chelsea er ekki alltaf mikil.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fótbolti

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Auglýsing

Nýjast

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing