Enski boltinn

Umboðsmaður Morata ræðir við Sevilla

Umboðsmaður Alvaro Morata er í viðræðum við spænska félagið Sevilla um að skjólstæðingur sinn gangi til liðs við spænska félagið á láni frá Chelsea.

Morata, hér fyrir miðju, fagnar marki í enska bikarnum á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Umboðsmaður Alvaro Morata er í viðræðum við spænska félagið Sevilla um að skjólstæðingur sinn gangi til liðs við spænska félagið á láni frá Chelsea.

Morata er heimilt að finna sér nýtt félag eftir misheppnaða dvöl í herbúðum Chelsea þar sem honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi í framlínunni.

Chelsea er orðað við Gonzalo Higuain, Mauro Icardi og Callum Wilson þessa dagana og er ljóst að félagið er að leita að framherja sem mun reynast áreiðanlegur fyrir framan markið.

Morata sem var keyptur á sextíu milljónir punda byrjaði vel í Lundúnum en honum fataðist flugið um mitt tímabilið. Hefur honum ekki tekist að finna taktinn á ný í treyju Chelsea.

Hann hefur áður leikið fyrir Juventus og uppeldisfélag sitt, Real Madrid, á ferlinum ásamt því að leika 27 leiki fyrir spænska landsliðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Enski boltinn

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Handbolti

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Leik lokið: Þýskaland 24 - 19 Ísland

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

Auglýsing