Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis- orku og lofts­lags­ráð­herra, var gestur vikunnar á­samt Herði Snævari Jóns­syni, í­þrótta­stjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í í­þrótta­heiminum.

Í vikunni kom upp ó­á­nægja með frétta­flutning Fót­bolta.net af at­viki sem átti sér stað í leik Breiða­bliks og Leikni Reykja­vík í Lengju­bikar karla í knatt­spyrnu.

Vef­miðillinn sakaði Gísla Eyjólfs­son um að hafa hrópað ó­kvæðis­orðum að ljós­myndara sínum og að um leið hafi hann sent henni ó­við­eig­andi fingra­merkingar.

Breiða­blik hefur for­dæmt frétta­flutning Fót­bolta.net af málinu og segir Gísla ekki hafa verið með réttu ráði eftir að hafa þurft að yfir­gefa völlinn vegna höfuð­höggs.

Bene­dikt Bóas, þátta­stjórnandi Í­þrótta­vikunnar spurði gesti sína hvort Fót­bolti.net hafi ekki verið í fullum rétti á því að greina frá um­ræddu at­viki.

„Það hefði ég nú haldið,“ svaraði Hörður Snævar. „Ljós­mynd af ein­hverjum vera að gefa þér fingurinn hefur hingað til ekki verið stungið ofan í skúffu.

Blikarnir eru aðal­lega ó­sáttir með að ekki hafi komið skýr­merki­lega fram í um­ræddri frétt að Gísli hafi þarna verið út úr heiminum vegna höfuð­höggs. Hann var fluttur með sjúkra­bíl af vett­vangi. Þetta er kjána­legt mál, fyrir Blika að standa í ein­hverju stríði út af svona.“

Nánari um­ræðu um þetta at­vik má sjá hér: