Enski boltinn

Úlfarnir björguðu stigi á síðustu stundu

Newcastle United var hársbreidd frá því að fara með öll þrjú stig frá Molineux-vellinum í kvöld.

Willy Boly skorar jöfnunarmark Wolves sem Newcastle-menn voru afar ósáttir við. Fréttablaðið/Getty

Willy Boly tryggði Wolves stig gegn Newcastle United með jöfnunarmarki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-1.

Gestirnir voru afar ósáttir og töldu að Boly hefði brotið á markverðinum Martin Dubravka áður en hann skallaði fyrirgjöf Adama Traoré í netið.

Newcastle komst yfir á 56. mínútu þegar Isaac Hayden rak smiðshöggið á laglega sókn. Rui Patrício hefði þó átt að verja skot Hayden sem var beint á hann.

Úlfarnir sóttu af krafti eftir þetta en ekkert gekk fyrr en Boly brá sér í framlínuna undir blálokin.

Wolves er í 7. sæti deildarinnar en Newcastle í því sextánda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Enski boltinn

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Enski boltinn

Ekki unnið bikarsigur á Chelsea í 20 ár

Auglýsing

Nýjast

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Firmino tæpur vegna veikinda

Unnur Tara með trosnað krossband

Þórsarar kærðu úrslit leiksins

Auglýsing