Derrick Lewis deildi myndbandi á Twitter þar sem hann sést lumbra á einum vesaling sem þorði að fara í hringinn með honum. Lewis lætur svoleiðis högginn dynja á greyið manninum að Ariel Helwani hjá ESPN gat ekki annað en slegið á kappann og spurt út í myndbandið.
Asked Derrick about this.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) December 19, 2019
He said a boxer at his gym was talking “a lot” of smack about boxers vs MMA fighters. This happened yesterday. Lasted 1 minute, he said. https://t.co/K7R49cq2iF
Svarið var að maðurinn væri boxari og var að rífa einhvern kjaft í ræktinni. Sagði að MMA kappar kynnu lítið að boxa - svo Lewis einfaldlega skoraði gæjann á hólm.
Lewis er með gífurlegan höggþunga, það hefur hann sýnt. Hann er að fara berjast við Ilir Latifi í UFC 247 þann áttunda febrúar.