Bardagasamtökin UFC munu framvegis greiða bardagaköppum sínum sem þóttu skara fram úr á hverju bardagakvöldi í rafmyntinni Bitcoin.

Alls verður rafmynt að jafnvirði sextíu þúsund dollura deilt á milli þriggja bardagakappa eftir hvert bardagakvöld.

Þetta kemur fram á vef Bloomberg. Kosningin fer fram rafrænt hjá áhorfendum.

Ákvörðunin er í framhaldi af samstarfi UFC og vefsíðunnar Crypto.com en fyrirtækin skrifuðu undir tíu ára samstarfssamning á síðasta ári.