Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hefur sent Knattspyrnusambandi Íslands bréf þar sem að krafist er svara um framtíð Laugardalsvallar.

Bréfið var tekið fyrir á fundi stjórnar KSÍ þann 19. maí síðastliðinn en ekki kemur fram í fundargerð sambandsins hvernig brugðist verður við bréfinu.

Fyrir nokkrum vikum skrifuðu ríki og Reykjavíkurborg undir viljayfirlýsingu fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúss íþróttir.

Þjóðarleikvangur fyrir knattspyrnu hefur fallið í skuggann á þeirri umræðu en bæði Laugardalshöllinn sem og Laugardalsvöllurinn eru á undanþágum.