Í þessari kæru er tekið fyrir að það hafi áhorfandi komist inn á völlinn, einstaklingar hafi kveikt á flugeldum í stúkunni og hent aðskotahlutum í aðra stuðningsmenn og að lokum ekki sýnt virðingu á meðan þjóðsöngur andstæðinganna var leikinn.

Um leið er von á fleiri kærum þar sem UEFA er byrjað að rannsaka framkvæmd leiksins eftir að þúsundir Englendinga komust inn á völlinn án miða.

Tókst þeim að ryðja sér leið framhjá öryggisgæslunni á Wembley og inn á völlinn en aðeins var búið að gefa heimild fyrir 65 þúsund áhorfendum á leiknum.

Fjölskyldumeðlimir leikmanna lentu í því að það voru einstaklingar í sætunum þeirra og mættu þau hótunum þegar óskað var eftir því að einstaklingarnir myndu yfirgefa sætin.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem UEFA kærir enska knattspyrnusambandið vegna framkvæmd leiks á EM.

Í síðustu viku var enska knattspyrnusambandið sektað af UEFA fyrir hegðun stuðningsmanna Englands í undanúrslitaleiknum gegn Danmörku á Wembley.

Chris Williams, blaðamaður á Englandi, segist hafa rætt við starfsmann UEFA á Wembley sem ályktaði að það hefðu um fimm þúsund manns tekist að komast á leikinn án miða.