Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, staðfesti í tilkynningu í dag að til stæði að heiðra David Beckham, fyrrum leikmann Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og enska landsliðsins á þessu ári.

Beckham sem kom upp úr unglingastarfi Manchester United lék á ferli sínum með stærstu félögum heims ásamt því að leika fyrir LA Galaxy í Bandaríkjunum. Þá var hann lengi vel andlit enskrar knattspyrnu sem fyrirliði enska landsliðsins.

Er einn leikmaður tilnefndur af forseta sambandsins hverju sinni en í ár eru tuttugu ár síðan Jacques Delors hlaut fyrstu UEFA Presidents award. 

Hlaut Francesco Totti þessi verðlaun í fyrra en Beckham verður þriðji Bretinn sem er útnefndur á eftir Bobby Robson og Bobby Charlton.

Er litið til þess hvað einstaklingar hafa fært knattspyrnu innan sem utan vallar þegar aðili er útnefndur. Hefur Beckham verið iðinn við að koma fram sem sendiherra knattspyrnu í fátækari löndum og aðstoða við uppbyggingu þar.