Yfirlýsing Evrópska knattspyrnusambandsins um að stuðningsmenn Liverpool hefðu orðið valdur að hálftíma frestun sem varð á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu hafði verið undirbúin nokkru fyrir daginn sjálfan sem úrslitaleikurinn fór fram á Parc de Prince leikvanginum í París. The Guardian segir frá þessu í dag.

Frönsk stjórn­völd sögðu fyrst um sinn að stór hópa­myndum stuðnings­manna Liver­pool, fyrir leikinn sem fór fram í maí fyrr á þessu ári, hafi verið or­sök frestunar leiksins og sömu yfirlýsingar bárust frá UEFA.

Fresta þurfti leiknum um 36. mínútur eftir að lögregluyfirvöld í París kvörtuðu undan margmenni fyrir utan völlinn og notuðust við táragas til að reyna að halda aftur af aðdáendum.

Skýrsla út frá rannsókn sem gerð var á aðdraganda leiksins sem og atburðarásinni í tengslum við hann hefur hins vegar varpað ljósi á getuleysi yfirvalda til þess að hafa hemil á mannfjöldanum sem sótti leikinn. Margir keðjuverkandi þættir sem og vankantar á skipulagningu dögum og klukkustundum fyrir úrslitaleikinn hafi verið rót vandans.