Hinn breski Tyson Fury hafði betur í úrslitabardaga WBC í þungavigtarflokki í Las Vegas í nótt. Hann var með yfirburði í nánast öllum bardaganum og sigraði loks Bandaríkjamanninn Deontay Wilder í sjöundu lotu með vinstri krók.

Sigurinn var sætur fyrir Fury en þeir Wilder kepptu í umdeildum bardaga fyrir rúmi ári síðan sem endaði í jafntefli samkvæmt dómaraúrskurði.

Fury hefur áður viðurkennt að hafa glímt við þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og fíkn en vakti athygli þegar hann komst í fantaform og var samþykktur aftur í keppnina eftir tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar í desember 2017.

Sigurinn markar því sterka endurkomu í henfaleikaheiminn hjá hinum 31 árs Fury.

Bretinn Anthony Joshua, sem er þegar með þrjú heimsmeistarabelti, hefur þegar verið nefndur sem mögulegur næsti andstæðingur Fury. Fury sagðist einnig búast við að mæta Wilder aftur. „Ég býst við að hann vilji mætast í þriðja sinn. Ég bíð tilbúinn,“ sagði Fury.