Óhætt er að segja að íslenska þjóðin hafi tekið við sér yfir leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í handbolta í kvöld.

Ísland vann góðan sigur í Búdapest og geta Strákarnir okkar gengið stoltir frá borði eftir heildsteyptan leik.

Spilamennskan vakti kátínu meðal íslensku þjóðarinnar en hér fyrir neðan er að finna samantekt á færslum frá leiknum.