Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins, tilkynnti í viðtali við Rúv að leikurinn gegn Þýskalandi í kvöld hefði verið hans síðasti fyrir landsliðið. Hann er leikjahæsti markmaður Íslands frá upphafi og ljóst að hans verði sárt saknað.

Netverjar hafa sent Hannesi hjartnæmar kveðjur á Twitter með myllumerkið #takkHannes. Þar er meðal annars rifjað upp leik Íslands og Argentínu árið 2018 þegar Hannes var víti gegn Lionel Messi.