Endalok Eiðs Smára hjá landsliðinu tengjast gleðskap þar sem leikmenn, þjálfarar og starfslið KSÍ hittist eftir leik í í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þetta herma heimildir DV. Liðið lauk þar leik í undankeppni HM og bauð Knattspyrnusambandið í glas.

Eiður hafði hlotið áminningu í starfi fyrir hegðun utan vallar og nú virðist sem eitthvað hafi gengið á sem hafi fyllt mælinn.

Málið hefur vakið mikla athygli netverja. Margir eru á því að Knattspyrnusamband Íslands eigi ekki að leyfa vín á borðum í landsliðsverkefnum.

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdarstjóri vefsíðunnar fotbolti.net vill að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks.

Knattspyrnumaðurinn Óskar G. Óskarsson segir að aðstæðurnar sem upp séu komnar séu afturhvarf til fortíðar.

Katrín Kristjana segir KSÍ þó vera á réttri leið með Vöndu Sig í formannsstólnum.

Pétur Vilhjálmsson gefur það til kynna að um tvískinnung sé að ræða hjá KSÍ

Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjar upp fréttamál frá árinu 2001 um ölvunarmál leikmanna íslenska karlalandsliðsins í Belfast

Elvar Geir, ritstjóri vefsíðunnar fotbolti.net býst við því að málunum í trúnaðarbók KSÍ hafi fjölgað eftir fund stjórnar sambandsins í gær.

Enn fremur hvetur Elvar Geir knattspyrnuhreyfinguna til að fara fram á að starfslýsingu formanns KSÍ verði breytt.

Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaður RÚV, veltir því fyrir sér hvernig batterí eins og KSÍ geti ítrekað komið sér í krísur.

Þórður Einarsson er harðorður í garð KSÍ fyrir að hafa veitt áfengi í landsliðsverkefni karlalandsliðsins.