Afleitur sóknarleikur varð íslenska karlalandsliðinu í handbolta að falli er liðið tapaði í kvöld sínum fyrsta leik eftir vonbrigðin sem liðið upplifði á HM. Andstæðingur kvöldsins var Tékkland í undankeppni EM, Tékkarnir voru sterkari og unnu að lokum fimm marka sigur 22-17.
Jafnframt var þetta fyrsti leikur íslenska liðsins eftir starfslok Guðmundar Guðmundssonar, fyrrum landsliðsþjálfara. Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon stýrðu íslenska liðinu í kvöld.
Nú sem áður fyrr létu margir Íslendingar að sér kveða á ritvellinum á samfélagsmiðlinum Twitter í kringum leikinn. Hér má sjá það helsta sem sagt var yfir og eftir landsleik kvöldins:
Hvaða rugl er maður að horfa á á RUV????🤾♂️
— Eyfikr (@eyfikr) March 8, 2023
Úfffffff
— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) March 8, 2023
Þetta er ………….tja.
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) March 8, 2023
Ætluðu menn ekki að sanna sig eftir HM-fíaskóið? Fyrri hálfleikur gegn Tékkum slakur. Engin stemning í liðinu. #handbolti
— Ágúst Borgþór Sverrisson (@agustborgthor) March 8, 2023
Vissulega að spila á útivelli við mjög fínt lið og án Ómars. En kræst. Þvílíka þrotið þessi sókn. Auglýsi eftir sjálfstrausti og karakter fyrir heimaleikinn á sunnudag.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) March 8, 2023
Gjaldþrotið átakalegt.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) March 8, 2023
Það var semsagt ekki Gummi þjálfari sem var vandamálið
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 8, 2023
Gjörsamlega óásættanleg frammistaða. Tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum í seinni hálfleik. Það er ekki eins og við séum að spila við Danmörku, Frakkland eða Spán. #handbolti
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 8, 2023
Þetta er á pari við tap fótboltalandsliðsins gegn Liechtenstein á sínum tíma. Ævintýralegt gjaldþrot. #handglíman
— Henry Birgir (@henrybirgir) March 8, 2023
Þetta er líklega allt Gumma að kenna. #handglíman
— Henry Birgir (@henrybirgir) March 8, 2023
Einn slakasti landsleikur síðari ára. Andleysið algjört. Björgvin Páll frábær og Ýmir var ekki slæmur. Sóknarlega hægt og fyrirséð. Viggó sá eini sem var á lífi.Næsta mál.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 8, 2023
Gummi Gumm nákvæmlega núna pic.twitter.com/f89o1p2BHI
— Rikki G (@RikkiGje) March 8, 2023
Úff, þetta var einhver slakasti landsleikur sem ég man eftir. Tékkar eru miðlungslið en okkar menn mættu til leiks eins og þetta myndi gerast af sjálfu sér. 12. sætið á HM virðist hafa verið akkúrat staðurinn sem þetta lið á að vera á.
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) March 8, 2023