Af­leitur sóknar­leikur varð ís­lenska karla­lands­liðinu í hand­bolta að falli er liðið tapaði í kvöld sínum fyrsta leik eftir von­brigðin sem liðið upp­lifði á HM. And­stæðingur kvöldsins var Tékk­land í undan­keppni EM, Tékkarnir voru sterkari og unnu að lokum fimm marka sigur 22-17.

Jafn­framt var þetta fyrsti leikur ís­lenska liðsins eftir starfs­lok Guð­mundar Guð­munds­sonar, fyrrum lands­liðs­þjálfara. Ágúst Jóhanns­son og Gunnar Magnús­son stýrðu ís­lenska liðinu í kvöld.

Nú sem áður fyrr létu margir Íslendingar að sér kveða á ritvellinum á samfélagsmiðlinum Twitter í kringum leikinn. Hér má sjá það helsta sem sagt var yfir og eftir landsleik kvöldins: