Björgvin Páll Gústavsson reyndist hetja Íslendinga en nokkrar mikilvægar markvörslur á lokasekúndum leiksins innsigluðu 31-30 sigur Íslands á Ungverjalandi á EM 2022 í handbolta. Með því fer Ísland áfram í milliriðlana með fullt hús stiga. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Ungverjum í tíu ár og um leið í fyrsta skipti sem Ísland vinnur alla leiki sína í riðlakeppni EM.

Það var augljóslega mikil gleði á meðal íslenskra Twitter notenda nú sem endranær þegar að stórir atburðir sem sameina okkur eiga sér stað. Hér verður stiklað á stóru í viðbrögðum Íslendinga í kvöld.

Tómas Þór Þórðarsson, umsjónarmaður Enska boltans hjá Símanum segir að ef Aron nær fram sínu besta í framhaldinu muni Ísland vinna rest.

Handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, segir Ísland vera komið aftur á meðal bestu handboltaþjóða heims. Eina Gaupi. Eina.

Sigurbúbblurnar hjá Óla Stef voru á sínum stað í myndveri RÚV

Það hafa eflaust margir tengt við sigurhlaup Guðmundar landsliðsþjálfara eftir leik. Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal er á meðal þeirra.

Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. skelfur

Gummi Ben gat ekki stillt sig eftir leik, við fyrirgefum orðbragðið í þetta skipti...

Forætisráðherra Íslands segir vel gert!

Fólk í einangrun og sóttkví hefur yfir einhverju að gleðjast

Hjartslátturinn fór upp úr öllu valdi hjá mörgum á meðan að leik stóð

Skýr skilaboð frá Selmu

Það eru margir að þakka strákunum fyrir þessa jákvæðu innspýtingu í dimmum janúar

Við sláum botninn í þessa samantekt með frábærri markvörslu Björgvins Páls sem kórónaði stórbrotinn leik sinn sem og lokasekúndurnar í leiknum!