Staðan er 12-10 nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik Íslands og Króatíu á EM í handbolta. Það er ljóst á samfélagsmiðlum að Íslendingar eiga margir hverjir erfitt með að einbeita sér í vinnu eða námi, leiktíminn er ekki að hjálpa. Þá eru margir í stresskasti yfir leiknum og borða jafnvel óhóflega mikið af lakkrís.

Fréttablaðið hefur heyrt af því að kennarar hafi margir hverjir gefið nemendum sínum frí svo hægt væri að fylgjast með leiknum.

Sumir fengu bara ekkert frí og því gæti þetta hafa litið svona út:

Samvinna Elliða og Ýmis í vörn Íslands hefur komið mörgum á óvart.

Viktor Gísli hélt áfram að heilla og varði meðal annars fjögur af fyrstu fimm skotum Króata,

Landinn á í vandræðum með leiktímann, margir hverjir í vinnu.

Þetta eru engin smá verkefni sem sumir landsliðsmannanna hafa verið að stíga inn í.

Eru margir að stressborða lakkrís eins og Fanney? Þá mælum við með að drekka mikið af vatni á móti

Landsliðið sameinar og gleður á góðri stundu.

Rikki G er á því að íslenska liðið ætti að vera búið að gera út um þennan leik.