Staðan er nú 17- 12 fyrir Dönum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik Danmerkur og Frakklands á EM í handbolta. Það er ljóst á samfélagsmiðlum að Íslendingar eru margir í stresskasti yfir leiknum enda þurfa Danir að vinna Frakkland til að við Ísland komist í undanúrslit á mótinu.

Allir eru þó sammála um að við eigum að vera stolt af okkar strákum sem unnu Svartfellinga með tíu mörkum í dag.

Og nú höldum við með Dönum og má slá því föstu að Re Sepp Ten er sönglað á mörgum heimilum í kvöld.

Þá eru allnokkrir fullvissir um að Danir ætli ekki að gera okkur neinn greiða.

Öll höldum við með Dönum... eða flestir.

Danir fá að minnsta kosti enga greiða hjá Íslendingum ef þeir tapa.