Tólf ár eru liðin síðan Cabrera vann seinna risamót sitt, Masters-mótið eftir að hafa unnið Opna breska meistaramótið árið 2007.

Cabrera var dæmdur fyrir hótanir, líkamsárásir og áreitni í garð fyrrum eiginkonu sinnar en eftir að málið fór inn á borð lögreglu stigu fleiri konur fram og lýstu sambærilegri hegðun af hálfu Cabrera.

Ferðalag hans til Bandaríkjanna á síðasta ári varð til þess að gefin var út alþjóðleg handtökuskipan og var Cabrera handtekinn í Brasilíu fyrr á þessu ári og framseldur til Argentínu.

Heilt yfir vann hann þrjú mót á PGA-mótaröðinni og fjögur á Evrópumótaröðinni en hann mun ekki taka þátt í næstu Masters-mótum sem fyrrum sigurvegari á meðan hann situr af sér fangelsisvistina.