Tottenham vann 3-1 sigur á Aston Villa í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa verið marki undir þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

John McGinn kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og leiddu nýliðarnir stærstan hluta leiksins þar til Tanguy Ndombele jafnaði metin.

Franski landsliðsmiðjumaðurinn skoraði með góðu skoti við vítateigslínuna í fyrsta leik sínum fyrir Tottenham tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Harry Kane kom Tottenham yfir stuttu síðar með marki af stuttu færi eftir klaufagang Jack Grealish og innsiglaði sigur heimamanna rétt fyrir lok leiksins.