Sundmaðurinn Ant­on Sveinn McKee komst í morgun í undanúr­slit í 100 metra bringusundi á heims­meist­ara­mót­inu í 25 metra laug sem fram fer þessa dagana í Hangzhou í Kína.

Ant­on Sveinn varð annar í sínum riðli, en hann synti á tímanum 57,57 sekúndum og kom í bakkann á tólfta besta tímanum í undanrásununm. Sextán bestu tímarnir úr und­an­rás­un­um skiluðu sæti í undanúr­slit­in sem fram fara síðar í dag.

Hann bætti þar með eigið Íslandsmet í greinninni sem hann setti í Berlín árið 2017 með því að synda á tímanum 58,66 sek­únd­um.

Þar áður hafði Anton Sveinn bætt Íslands­met Jak­obs Jó­hanns Sveins­son­ar í 50 metra bring­u­sundi með því að synda á milli­tímanum 26,98 sek­únd­um. Íslandsmet Jakobs Jó­hanns frá 2009 var 27,37 sek­únd­ur.