Meðal þeirra sem Morgan stundar viðskipti við eru Lionel Messi, framherji PSG Pierre Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, Jack Grealish, miðjumaður Manchester City og Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.

Þessi viðskiptasaga Sam Morgans, teygir anga sína aftur til grunnskóladaga hans. ,,Ég hef alltaf verið að selja hluti. Þegar að ég var sjö ára gamall var það vanalegt að ég kæmi heim með þrjú til fjögur pund eftir að hafa selt hluti. Það sama gildir núna nema að upphæðin er mun stærri."

Viðskiptin gengu það vel hjá Morgan að hann kom á laggirnar fyrirtæki og hann sér nú um að redda knattspyrnustjörnum eftirsóttum fötum, töskum, sólgleraugum og öðrum fylgihlutum. Merkjavörum sem kosta skildinginn.

Í gegnum sambönd náði Morgan að redda sér sínum fyrsta fræga kúnna í Dele Alli, miðjumanni Tottenham. Alli, sem hefur verið reglulega í leikmannahópi enska landsliðsins, kynnti hann fyrir fleiri leikmönnum liðsins og þá fóru hjólin að snúast.

,,Dele kynnti mig fyrir fleiri leikmönnum og svo lengi sem að þjónustan sem þú ert að veita er góð, þá ertu í góðum málum," segir hinn tvítugi Sam Morgan.

Talinn boða lukku

Þá telja margar af þessum stjörnum að það boði góða gæfu að borga fyrir hluti sem þeir hafa keypt af Sam, á leikdegi. Einn af þeim er Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.

Tveimur dögum fyrir úrslitaleik Heimsmeistaramótsins árið 2018, þegar Frakkland vann sigur á Króatíu hafði Pogba pantað Gucci jakka og sólgleraugu frá Sam sem sagði honum að borga sér á leikdegi úrslitaleiksins.

Pogba skoraði þriðja mark Frakklands í leiknum, varð heimsmeistari og Sam skilaði af sér vörunum á hótelherbergi Pogba eftir leik.

Vinsældir Sam hafa valdið því að hann er nú með sjónvarpsþátt á Channel 4 þar sem að hann spjallar við knattspyrnustjörnur úr ensku úrvalsdeildinni, spjallar um tísku og fær áskoranir frá stjörnunum um að redda þeim ákveðnum merkjavörum.