Maður sem þóttist vera Klay Thompson, skotbakvörður Golden State Warriors og komst inn á völlinn í Chase Center, heimavöll liðsins fyrir leik í úrslitum NBA-deildarinnar, var í gær dæmdur í lífstíðarbann frá Chase Center.
Hægt er að sjá myndband frá þessu fyrir neðan þegar maðurinn, samskiptamiðlastjarnan Dawson Gurley fer í gegnum öryggishlið og öryggisvörður heilsar honum sem Klay.
Einstaklingurinn komst inn á völlinn og tók nokkur skot áður en öryggisvörður kom auga á að þarna væri ekki hinn eini og sanni Klay að hita upp og vísar honum af vellinum.
Fake Klay (@BigDawsTv) was banned from the Chase Center before game 5.
— Barstool Sports (@barstoolsports) June 15, 2022
Here’s what got him banned. pic.twitter.com/SyOibJdkPd
Hann hefur undanfarin fimm ár vakið athygli í tengslum við Warriors leiki þar sem hann þykir líkur bakverðinum Thompson.
Óvíst er hvort að Dawson hafi verið viðstaddur leik gærkvöldsins þar sem Warriors tryggði sér meistaratitilinn með sigri á Boston Celtics í Boston.