Það er frekar sjaldséð að bræður séu samherjar í körfubolta í fremstu röð hérlendis. Enn sjaldgæfara er að tvennir bræður spili samtímis í sama liðinu.

Slíkt átti sér stað í leik Álftaness og Njarðvíkur í Vís bikar karla í körfubolta í gærkvöldi.

Bræðurnir Maciej og Jan Baginski deildu þá gólfinu með Snjólfi og Bergvin Stefánssonum en allir eru kapparnir uppaldir í Ljónagryfjunni.

Vildi svo skemmtilega til að forseti vor Guðni Th. Jóhannesson, stuðningsmaður Álftaness, var á meðal áhorfenda og fékkst til þess að stilla sé upp með bræðrunum grænklæddu.