KSÍ er búið að tilkynna hvaða verkefni fengu úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ fyrir árið 2022.

Af 37 umsóknum voru 22 þeirra samþykktar og fer tæplega þriðjungur í endurnýjun á Hásteinsvelli og annar þriðjungur í endurnýjun KA svæðisins á Akureyri.

Heildarkostnaður allra umsóknanna var 8,2 milljarðar króna en til úthlutunar voru 30 milljónir og var samþykkt á fundi stjórnar KSÍ þann 13. júní að verða að 22. styrkbeiðnum.

Af þrjátíu milljónum fara rúmlega tíu milljónir í æfingasvæði á KA-vellinum, endurnýjun gervigrass við KA völlinn og vökvabúnað. Þá fara 9,625 milljónir í flóðlýsingu og gervigras fyrir Hásteinsvöll eða um 32 prósent af úthlutuninni.

Hægt er að sjá öll verkefnin sem fengu styrk hér fyrir neðan.

Félag - Nafn umsóknar - Styrkupphæð
Fram - Æfingasvæði og aðalvöllur - 1.350.000kr
Grindavík - Endurbætur á klefum - 334.875kr
Hvöt – varamannaskýli - 519.000kr
ÍBV - Flóðlýsing á Hásteinsvöll - 5.500.000- kr
ÍBV - Gervigras Hásteinsvöllur - 4.125.000kr
ÍR - Aðstaða fyrir áhorfendur og fjölmiðla - 1.253.120kr
KA - Æfingasvæði KA völlur - 3.331.503kr
KA - Endurnýjun gervigras við KA völl - 5.500.000kr
KA – Vökvunarbúnaður - 1.292.951kr
Keflavík - Aðstaða fyrir áhorfendur ofl. - 330.000kr
Keflavík - Flóðlýsing á æfinga og keppnisvelli - 315.000kr
Keflavík og Njarðvík - Jarðvinna og lagnir vegna gervigrass - 367.500kr
KR – Vallarklukka - 500.000kr
Þróttur R - Girðingar æfingasvæði - 1.916.775kr
Þróttur R - LED Aðalvöllur - 500.000kr
Þróttur R - LED Æfingavellir - 500.000kr
Þróttur R - Varamannaskýli Aðalvöllur - 266.346kr
Þróttur R - Varamannaskýli Æfingavellir - 194.974kr
Valur – Girðing - 300.000kr
Valur – Markatafla - 500.000kr
Vestri - Endurnýjun búningsklefa - 202.800kr
Víkingur - Búningsklefi - 747.225kr