ÍSÍ tilkynnti í dag að Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Isak Pedersen, Kristrún Guðnadóttir, Snorri Einarsson og Sturla Snær Snorrason myndu fara fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikana í Beijing.

Hólmfríður Dóra og Kristrún eru að fara á sína fyrstu leika en Isak, Snorri og Sturla Snær kepptu allir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum 2018.

Snorri keppir í fjórum greinum og Hólmfríður þremur en hér fyrir neðan má sjá listann yfir greinarnar sem þau taka þátt í.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Svig, stórsvig og risasvig

Isak Stianson Pedersen Sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu

Kristrún Guðnadóttir Sprettganga

Snorri Einarsson 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð),liðakeppni í sprettgöngu

Sturla Snær Snorrason Svig og stórsvig