Það eru tveir nýliðar í kvennlandsliðshópnum sem fer til Spánar og fjórir leikmenn sem eiga eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik.

Berglind Rós Ágústsdóttir, leikmaður Fylkis og Natasha Anasi, leikmaður Keflavíkur koma inn í hópinn í fyrsta sinn.

Natasha sem er varnarmaður kemur frá Bandaríkjunum en fékk ríkisborgararétt fyrir áramót og er því gjaldgeng í landsliðið í fyrsta sinn.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir halda sætum sínum í markvarðasveit Íslands ásamt Söndru Sigurðardóttur.

Ísland mætir Norður-Írlandi í fyrsta leik og síðan Skotland og Úkraínu.

Hópurinn

Sandra Sigurðardóttir | 27 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Ingibjörg Valgeirsdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir | 109 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir | 81 leikur, 6 mörk

Berglind Rós Ágústsdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir | 27 leikir

Guðný Árnadóttir | 5 leikir

Anna Rakel Pétursdóttir | 6 leikir

Natasha Anasi

Elísa Viðarsdóttir | 36 leikir

Sara Björk Gunnarsdóttir | 129 leikir, 20 mörk

Dagný Brynjarsdóttir | 85 leikir, 25 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir | 5 leikir, 1 mark

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | 68 leikir, 9 mörk

Rakel Hönnudóttir | 100 leikir, 9 mörk

Sigríður Lára Garðarsdóttir | 18 leikir

Agla María Albertsdóttir | 27 leikir, 2 mörk

Fanndís Friðriksdóttir | 106 leikir, 17 mörk

Berglind Björg Þorvaldsdóttir | 44 leikir, 4 mörk

Elín Metta Jensen | 46 leikir, 14 mörk

Hlín Eiríksdóttir | 12 leikir, 3 mörk

Svava Rós Guðmundsdóttir | 19 leikir, 1 mark