Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, tilkynnti í dag hvaða 12 leikmenn hann tæki með sér til Svartfjallalands fyrir Smáþjóðaleikana sem hefjast í næstu viku.

Þetta er fyrsta verkefni landsliðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni í vetur og velur Benedikt tvo nýliða í hópinn.

Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Haukum og Þóranna Kika Hodge-Carr úr Keflavík gætu leikið fyrstu leiki sína fyrir landsliðið.

Keflavík á flesta fulltrúa í liðinu eða fjóra ásamt Thelmu Dís Ágústsdóttur sem leikur með Ball State háskólanum í Bandaríkjunum.

Nýkrýndir Íslandsmeistarar Vals eiga tvo fulltrúa í liðinu, Hallveigu Jónsdóttur og Helenu Sverrisdóttur.

Þá er Hildur Björg Kjartansdóttir eini fulltrúi KR í liðinu eftir að hún samdi við KR á dögunum.

Hópurinn í heild sinni ásamt fjölda leikja:

Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (21)

Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (29)

Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (39)

Embla Kristínardóttir · Keflavík (16)

Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík (12)

Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík (Nýliði)

Thelma Dís Ágústsdóttir · Ball State, USA/Keflavík (11)

Hallveig Jónsdóttir · Valur (14)

Helena Sverrisdóttir · Valur (70)

Hildur Björg Kjartansdóttir · Celta Vigo, Spánn (25)

Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar (Nýliði)

Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (10)