Tveir nýliðar eru í þýska kvennalandsliðshópnum fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2019 sem fram fer þann 1. september næstkomandi, þar á meðal fyrrum liðsfélagi Katrínar Ómarsdóttur hjá Liverpool.

Horst Hrubesch, þjálfari Þýskalands, tilkynnti í dag hvaða 22 leikmenn hann hefði valið fyrir verkefnið en það eru fimm leikmenn fjarverandi hjá Þýskalandi vegna meiðsla.

Líkt og Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, sem tók Telmu Hjaltalín Þrastardóttir og Alexöndru Jóhannsdóttir inn í hópinn tekur Hrubesch tvo nýliða í verkefnið.

Nicole Rolser, leikmaður Bayern Munchen, gæti fengið fyrstu mínútur sínar fyrir landsliðið. Lék hún í þrjú ár fyrir Liverpool í ensku WSL-deildinni og var þar liðsfélagi Katrínar sem nú leikur með KR í tvö ár.

Þá kemur varnarmaðurinn Maximiliane Rall frá Hoffenheim inn í leikmannahópinn.