Ívar Ásgrímsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og Hildur Sigurðardóttir aðstoðarþjálfari liðsins hafa valið leikmannahóp fyrir leiki liðsins gegn Slóvakíu og Bosníu. 

Leikirnir sem eru þeir síðustu í undankeppni EM 2019 fara báðir fram í Laugardalshöllinni. Leikið verður gegn Slóvakíu 17. nóvember og Bosníu 21. nóvember.  

Tveir nýliðar eru í 14 manna æfingahópi íslenska liðsins, en það eru þær Bríet Sif Hinriksdóttir, leikmaður Stjörnunnar og Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Haukum. 

Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Stjörnunni, var einnig valin í æfingahópinn, en hún er meidd og gefur ekki kost á sér að þessu sinni.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell
Birna Valgerður Benýsdóttir, Keflavík
Bríet Sif Hinriksdóttir, Stjarnan
Embla Kristínardóttir, Keflavík
Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell
Hallveig Jónsdóttir, Valur
Helena Sverrisdóttir, CEKK Cegléd 
Hildur Björg Kjartansdóttir, Celta de Vigo 
Ragnheiður Benónísdóttir, Stjarnan
Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur 
Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðablik
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar