Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, leikmenn Hauka í Olís-deild karla, voru kallaðir inn í landsliðshópinn og ferðuðust ytra í dag til að koma til mót við íslenska landsliðið.

Þeir koma inn fyrir Janus Daða Smárason og Arnar Frey Arnarsson sem greindust með Covid-19 í dag.

Hvorugur þeirra á leik fyrir íslenska landsliðið en Darri æfði með hópnum fyrr í vetur og Þráinn hefur leikið með B-liði Íslands.

Í undanförnum leikjum hefur Ísland ekki náð að fylla út leikskýrsluna enda átta leikmenn smitast á þremur sólarhringum.

Áður höfðu Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon komið inn í íslenska landsliðshópinn.