Hallbera Guðný Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir voru ekki með á fyrstu æfingu kvennalandsliðsins fyrir EM en þær eru að skila sér til landsins.

Hallbera lenti síðdegis á Íslandi og kemur því til móts við hópinn síðar í dag.

Gunnhildur Yrsa lék með Orlando Pride síðustu nótt og er væntanleg til landsins í fyrramálið.

Allir aðrir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins þegar tæpar þrjár vikur eru í fyrsta leik á EM.