Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í október síðar á þessu ári.

Þessir leikir verða liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Noregi, Svíþjóð og Austurríki í janúar á næsta ári.

Fyrri leik­ur­inn fer fram í Kristianstad 25. októ­ber og síðari leik­ur­inn verður síðan í Karlskrona tveim­ur dög­um síðar.

Dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið á föstudaginn kemur en þar er Ísland í þriðja styrkleikaflokki og Svíþjóð í þeim fyrsta.