Dagbjartur Daði Jónsson, spjótkastari og Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari sem koma bæði frá ÍR, verða meðal þátttakenda á bandaríska háskólameistaramótinu sem hefst í vikunni.

Þetta verður annað árið í röð sem Dagbjartur Daði tekur þátt í meistaramótinu en fyrsta skiptið sem Erna Sóley verður meðal þátttakenda.

Dagbjartur sem keppir fyrir hönd Missisippi State var með sjöunda besta kastið í forkeppninni upp á 72,5 metra. Lengsta kast hans er 79,57 metrar.

Erna Sóley sem keppir fyrir Rice University var með 20. besta kastið í forkeppninni með kasti upp á 16,93 metra. Hún bætti eigið Íslandsmet fyrr í vetur með kasti upp á 17,29 metrum.