Íslenski boltinn

Tveir framherjar til Grindavíkur

Grindvíkingar bæta í vopnabúrið sitt fyrir átökin í Pepsi-deild karla.

Patrick N'Koyi og Vladimir Tufegdzic taka í spaðann á Srdjan Tufegdzic, þjálfara Grindavíkur. Mynd/Grindavík

Framherjarnir Patrick N'Koyi og Vladimir Tufegdzic eru gengnir til liðs við Grindavík. Þeir skrifuðu undir eins árs samning við félagið.

Tufegdzic hefur leikið hér á landi frá miðju tímabili 2015. Hann lék með Víkingi R. fram á mitt sumar 2018 þegar hann gekk í raðir KA. Þar lék Serbinn undir stjórn Srdjan Tufegdzic, núverandi þjálfara Grindavíkur.

Tufegdzic hefur leikið 61 leik í Pepsi-deildinni og skorað tólf mörk. Þá hefur hann skorað sex mörk í sjö bikarleikjum hér á landi.

N'Koyi, sem er Hollendingur, kemur til Grindavíkur frá TOP Oss í Hollandi. 

Undanfarin ár hefur N'Koyi verið á mála hjá Fortuna Sittard, FC Eindhoven, Rapid Bucharest og Dundee United. Hann hefur spilað yfir 200 leiki með þessum liðum og skorað 60 mörk.

Grindavík endaði í 10. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

ÍA fær í sínar raðir sænskan miðvörð

Íslenski boltinn

Þýski styrktar­þjálfarinn hættur

Fótbolti

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Auglýsing

Nýjast

Man.Utd sækir Úlfana heim

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Firmino tæpur vegna veikinda

Unnur Tara með trosnað krossband

Auglýsing