Tekin hefur verið á­kvörðun um að fjar­lægja tvo leik­menn karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu úr lands­liðs­hópnum fyrir leikinn gegn Rúmeníu á fimmtu­daginn.

Þetta stað­festir Gísli Gísla­son, vara­for­maður KSÍ, í sam­tali við Vísi í dag.

Það mun koma í hlut Arnars Þórs Viðars­sonar lands­liðs­þjálfara að greina nánar frá breytingum á hópnum. Hann er á leiðinni til landsins.

Gísli segir að búið sé að til­kynna leik­mönnunum tveimur að þeir verði ekki með gegn Rúmeníu.

Fréttin verður upp­færð.